Sameinast gegn jarðvöðlum

Punktar

Öll helztu félög útivistarfólks hafa sameinast um baráttu fyrir verndun ósnortinna víðerna hálendisins. Þar koma saman félög, sem hafa eldað grátt silfur vegna ólíkra sjónarmiða um gangandi eða akandi ferðir. Nú hafa þessi félög séð, að hagkvæmara er að vinna saman. Við völd í þjóðfélaginu eru afturkarlar, sem vilja virkja um allar trissur og leggja háspennulínur kruss og þvers. Fremstur óvina hálendisins er Sigurður Ingi umhverfisráðherra. Næstir standa nokkrir embættismenn jarðýtunnar, yfirbófar Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Landsnets. Þjóðin byrjar að sameinast gegn jarðvöðlunum.