Hef að undanförnu verið á ýmsum afskekktum stöðum í byggð og utan byggðar. Sameiginlegt einkenni flestra er, að Vodafone næst þar ekki, Síminn er víða utan seilingar, en þó ekki eins víðtækt og Vodafone. Mig minnir, að í vetur hafi Vodafone auglýst byltingu farsíma. Það birti tveggja síðna auglýsingu með korti, sem sýndi, að Vodafone næðist nánast alls staðar nema á jöklum uppi. Ég get staðfest af reynslu, að kort þetta er helber lygi. Svo virðist sem Neytendastofa geti ekki eða vilji ekki gera neitt við svikum af þessu tagi. Merkilegri eru þó viðbrögð notenda, sem mér sýnast vera alls engin.