Sameinuðu þjóðir sveltar

Punktar

Meðan allur heimurinn stendur á haus við að reyna að gera Bandaríkjunum til geðs í málum Sameinuðu þjóðanna eru bandarískir þingmenn að ræða frumvarp um, að greiðslur Bandaríkjanna til samtakanna minnki um helming. Frumvarpið felur í sér, að samtökin fjármagni sig með frjálsum framlögum í stað þess að reiða sig á ríkisstjórnir. Það felur líka í sér, að bandaríkjastjórn geti tekið áætlanir Sameinuðu þjóðanna eins og matseðil, valið sumt til að styðja og hafnað öðru. Að baki frumvarpsins, sem margir styðja, er reiði út af skorti á stuðningi við Íraksstríð.