Skriða milljón flóttamanna til Evrópu mun setja samfélagið í uppnám. Við sjáum, að viðbrögðin skiptast mjög í tvö horn. Þau munu efla andstæður, sem fyrir voru í tengslum við nýbúa. Fljótt eftir komu flóttamanna mun gefast færi á að dreifa sögum, sönnum og lognum. Smáir eldar hér og þar munu verða að stóru báli. Fylgi rasista mun víða sprengja 20% þakið. Eftirlit með flóttamönnum mun margfaldast og aðlögun gerð að skyldu. Miðaldamoskum Sádi-Araba verður lokað og öfgaklerkum vísað úr landi, karlremba gerð refsiverð. Mun kosta óhemju fé og trufla stríðið milli auðs og fátæktar. Mun draga athyglina frá glæpum eigenda auðs og valda.