Belgíustjórn bannaði áramótaflugelda að þessu sinni af ótta við hryðjuverk. Árlegum kappakstri frá París til Dakar var aflýst. Af ótta við hryðjuverk. Þetta er merkari árangur terrorista en ýmis manndráp sjálfsmorðssveita þeirra. Hryðjuverkamönnum hefur tekizt að breyta lífi fólks á Vesturlöndum. Túristar sæta ofsóknum í flughöfnum af ótta við hryðjuverk. Terroristum hefur tekizt að breyta vestrænu þjóðfélagi í samfélag óttans. Þeir hafa fært það í átt til lögregluríkis. Þar sem venjulegir borgarar sæta skertu svigrúmi af hálfu stjórnvalda. Slíkt var einmitt markmið terroristanna.