Samfylking á hálum ís

Punktar

Samfylkingin er sökuð um að hafa tekið upp stefnu Framsóknarflokksins í umhverfisspjöllum, Virkjanir áfram, ekkert stopp. Hún segir það ekki vera ákvörðun um stóriðju, að Orkuveitan geri samning við Norðurál um orkusölu til Helguvíkur. Sú kenning jaðrar við orðhengilshátt. En Samfylkingin er þegar búin að vinna kosningar út á tímabundið stóriðjustopp. Hún verður ekki dæmd fyrr en eftir fjögur ár og þá af verkum sínum. Kannski verður allt eins og áður átti að vera, fyrst Helguvík, síðan Húsavík og loks samráð um stopp. Ef svo er, þá rekur Samfylkingin hreina stefnu Framsóknar.