Ætla má, að Framsókn sé enn við völd. Samgönguráðherra Samfylkingarinnar hefur ákveðið, að göng undir Vaðlaheiði gangi fyrir Sundabraut. Raunar hefur hann ákveðið, að ekki verði snert við Sundabraut á árinu. Allir geta séð, að þetta er gróft byggðastefnusvindl. Samfylkingin hugsar ekki neitt um vanda höfuðborgarsvæðisins, úr því að hún er komin í ríkisstjórn. Mín spá er, að hún verði fljótlega nákvæmlega eins og Framsókn. Iðnaðarráðherra flokksins er þegar kominn í fremstu fylkingu við að raða grísum við trogin. Auðvitað er Samfylkingin sú týpa af flokki, sem flækist ekki af málefnum.