Framsóknarflokkurinn gat ekki þvegið af sér skítinn af stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hálfu öðru ári síðar getur flokkurinn ekki halað upp fylgið. Fólk er ekki eins gleymið núna og það var fyrr á árum. Guðni var ráðherra, þegar eftirlitslaus frjálshyggja var gangsett og hann líður enn fyrir það. Svipuð örlög bíða Samfylkingarinnar. Ráðherrar hennar eru á kafi í ósóma líðandi stundar, brunagæzlu brennuvarganna. Ingibjörg Sólrún og Björgvin eru staðin að hverri lyginni á fætur annarri. Með sama ferli verður Samfylkingin við næstu kosningar orðin jafn fylgislaus og Framsókn.