Samfylking segir pass

Punktar

Harmur einkennir skrif í persónumiðlum um formannskjör í Samfylkingunni. Verst líður liðsmönnum formannsins. Fá ekki dulið gremju sína. Það endurspeglar, að útkoman var ekki sigur Árna Páls Árnasonar. Fólk veit, að kallinn hefur aldrei fiskað neitt í kosningum og könnunum. Og mun ekki fiska neitt í náinni framtíð. Blairismi er á útleið sem kjölfesta krataflokka. Og það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa bankavin sem formann. Fólk er óðum að fatta, að bankarnir eru eitrið í samfélagi Vesturlanda. Ryksuga fjármagnið og brenna því. Framundan eru hægfara versnandi lífskjör almennings og Samfylkingin segir pass úti á túni.