Ríkisstjórnin hefur aukið misrétti ríkra og annarra. Venjuleg fólk borgar hærra skatthlutfall en auðugir. Ríkisstjórnin jók þann mun eftir áramótin með lækkun skatta á fyrirtæki. Frjálshyggjulið Samfylkingarinnar telur sér trú um, að lægra skatthlutfall á ríka leiði til meiri skatttekna. Það er ekki hlutverk Samfylkingarinnar að verja frjálshyggju. Nær er henni að auka jöfnuð í samfélaginu með því að hafa sömu skattprósentu á allar tekjur. Hvort sem þær stafa af vinnu eða fjármagni. Í þessu eins og svo mörgu öðru er Samfylkingin komin í andstöðu við gamla hugmyndafræði sína: Jafnréttið.