Samfylkingin ekki stjórntæk

Punktar

Samfylkingin tekur formlega séð þátt í að hreinsa skítinn eftir sig frá stjórn Ingibjargar Sólrúnar. Hefur samt ekki misst trú á forsendu hrunsins, Blair-ismanum. Félagsráðherra treður hrunverjum í kerfið. Orkuráðherra telur enn, að stóriðja sé frábær. Leitun er að náttúruvænni hugsun í fremstu röð Samfylkingarinnar. Telur unnt að brúka fasista í innanríkisráðuneytinu og bankaleyndarsinna í bankaráðuneytinu. Þótt Steingrími takist að rétta við ríkisfjármálin, er siðvæðing ríkis og banka meira eða minna í lamasessi. Og Samfylkingin nær engu sambandi við þjóðina í skuldum fólks og málum Evrópu.