Í bloggheimum geisar, að Samfylkingin hafi logið í greinargerðinni um stóra styrki árið 2006. Ónafngreindir heimildamenn segjast hafa verið hissa að sjá ekki nafn fyrirtækis síns á listanum. Einn þeirra segist hafa gefið tvær milljónir. Makalaust og furðulegt er, að hefðbundnir fjölmiðlar tóku málið ekki upp í gærkvöldi. Ef eitthvað af þessu reynist satt vera, er það stærra hneyksli en stóru styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins. Stórir styrkir eru minni vandi en stjórnmálaflokkur, sem lýgur upp í opið geðið á fólki. Sá, sem nær fyrsta viðtalinu við heimildarmann, er með mesta skúbb ársins.