Samherji tekur gísla

Punktar

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur tekið Dalvíkinga í gíslingu til að hindra rannsókn Seðlabankans á “hækkun í hafi”. Á fínu máli er Samherji grunaður um “transfer pricing”, sem felst í að fara kringum gjaldeyrislög og skattalög. Sakarefni eru ljós, þótt Þorsteinn reyni að halda öðru fram. Hann er reyndar mesti frekjudallur landsins, varð frægur sem stjórnarformaður Glitnis, þegar bankinn féll. Samherji hefur lengi fengið nánast frían aðgang að auðlindum okkar og þakkað fyrir sig með hækkun í hafi. Frekjudallurinn hefur nú sagt sig úr lögum við samfélagið og verður vonandi látinn sæta afleiðingunum.