Í fljótu bragði sýnist mér, að verðlag muni hækka á hverju ári um hærri tölur en felast í fyrirhuguðum kjarasamningi. Væri að vísu í lagi, verði samningurinn vísitölutryggður. Það á eftir að koma í ljós. Hef samt grun um, að þarna séu verzlunarmenn og Flóabandalagið að semja af sér. Kröfurnar voru að vísu aldrei tiltakanlega háar, svo að ekki er úr háum söðli að detta. Mér sýnist uppkastið staðfesta, að greifarnir örfáu muni hér eftir sem hingað til hirða alla stækkun hagkökunnar á hverju ári. Enn er ekki komið að því, að þrælar verði að gildum borgurum. Líklega er bezt í sögunni að flýja þjóðareymdina aftur til Noregs.