Húsið sem á að blasa við Arnarhóli, verður svo ferlegur hluti borgarmyndar, að samkeppni er brýn um hönnun þess. Auk þess þarf að kynna niðurstöður með góðum fyrirvara. Skrímslið, sem Dagur B. Eggertsson hyggst byggja, hunzar öll viðmið um fagra hönnun og tillit til fórnardýranna, Reykvíkinga. Við fáum helvítið í hausinn og þar með þá kveðju, að of seint sé að kvarta. Eins og Dagur telji sig verktakaþræl. Skrímslið er ljótara en syðra skrímslið við sömu götu með loftbelg í aðflugslínu. Hús við Lækjargötu eiga að lúta samkeppni. Eiga að flytja borgina í æðra fegurðarveldi, ekki í svartasta verktakamyrkur.