Wikileaks hefur fengið samkeppni. Fleiri blöð birta bandarísku leyniskjölin framhjá Wikileaks. Guardian er eitt þeirra, hafði áður forustu í blaðahópi Wikileaks. Hundruð þúsunda höfðu aðgang að leyniskjölunum. Því er ekki að undra, að leyndin leki á fleiri en einum stað. Viðbótin er kærkomin, því að Wikileaks var komið í tvenns konar ógöngur. Í fyrsta lagi er birtingin þar afar hæg. Aðeins hafa verið birt 2658 skjöl af hundruðum þúsunda. Með sama framhaldi tekur birtingin mörg ár. Í öðru lagi er birtingin verzlunarvara í samskiptum Julian Assange við Bandaríkjastjórn. Slíkt gengur auðvitað ekki.