Í Bandaríkjunum felst öflugasti þáttur rannsókna blaðamanna í að samkeyra gagnabanka á kennitölum. Hér er bannað að samkeyra gagnabanka á kennitölum. Lög um persónuvernd banna það. Í Bandaríkjunum er gegnsæi frá gamalli tíð talið vera góð vörn gegn glæpum. Hér styðja lög um Persónuvernd hins vegar glæpi. Í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar beintengdir við opinbera gagnabanka á netinu. Í anddyri ríkisstofnana eru tölvur, þar sem fólk getur skoðað gagnabanka stofnunarinnar. Við erum svo sannarlega ljósárum á eftir öðrum í upplýsingaskyldu og gegnsæi. Fjögurra ára vinstri stjórn breytti þar engu.