Sammiðlun er lausnin

Fjölmiðlun

„Crowdsourcing“ er afkvæmi vefsins. Valda- og áhrifalausir bylta umhverfinu með því að leggja í púkk. Frábær Wikipedia er dæmi. Þar eru fréttir dagsins uppfærðar oft á dag. Hér á landi er lítið um slíka sammiðlun. Ekki veita fjölmiðlar svona þjónustu. Einstaklingar á borð við Láru Hönnu Einarsdóttur hafa virkað eins og hópur. Hefur flokkað og skráð skjáskot stjórnmálanna. Við þurfum að koma upp samstarfshópum um slík verk til að létta á hverjum einstaklingi. Til dæmis þarf að hafa opna á vefnum tímalínu ummæla SDG á þingmanns- og ráðherraferli hans. Þannig er hægt að verjast siðblindum lygurum og loddurum séríslenzkra stjórnmála.