Óráðsía Orkuveitunnar í fyrra lífi leiddi til áætlana um að þurrausa orku Hellisheiðar á hálfri öld. Engin fyrirhyggja var um, hvað mundi taka við að þeim tíma liðnum. Samningsrof og málaferli? Svo virðist sem eftirköstin hafi einfaldlega átt að lenda á afkomendum okkar. Það er raunar rétt lýsing á stóriðjustefnunni, sem tröllreið þjóðinni um áratugi. Hún var langt frá því að vera sjálfbær. Þetta er sama óráðsían og tröllríður þeim, sem keyptu 250 fermetra íbúð og jeppa. Menn töluðu eins og gufuaflið væri endurnýjanlegt og sjálfbært, en svo er alls ekki. Vinnsluáætlanir voru langt uppi í skýjunum.