Ríkisstjórnin lætur sér ekki nægja að hafa eindreginn meirihluta á þingi. Hún býður þar á ofan þjóðarsátt. Hún tók virkjanir af framkvæmdaskrá og biður fámenna stjórnarandstöðu að hjálpa sér í þorskinum. Hvort tveggja er fínt, rétt eins og loforðin um samráð um markmið í velferð. Það sést, að horfin er Framsókn með sína græðgislegu stóriðjustefnu og horfinn er Davíðshrokinn. Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fara svo vel með völdin, að þau geta þess vegna ríkt til lífstíðar. Forsíða Moggans í gær fagnaði “víðtæku samráði” og “þjóðarsátt”.