Samruni og sýnishorn

Punktar

Kristinn Hrafnsson segir á Agence France Presse, að Ísland sé tízkuland barflugna heimsins. Hann flokkar krár í Reykjavík eftir tegundum eins og sá, sem vitið hefur. Allt má það mín vegna rétt vera, en kafli hans um veitingahús er úti að aka. Hann telur Apótekið, Primavera og Tjörnina hafa “fusion” stefnu í matargerðarlist, en ekkert af því er rétt. “Fusion” eða “samruni” felur í sér að blanda ýmsum ólíkum hefðum í einn og sama rétt, þannig að úr verði nýr réttur. Það er annað en að raða ólíkum hefðum á einn matseðil, sem kalla mætti “samhliða” matreiðslu eða sýnishorna-matreiðslu, sem algeng er á keðjuhótelum.