TISA er umdeildur viðskiptasamningur Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, sem KJARNINN segir frá. Fjölmiðlar um allan heim hafa samið um birtingu uppkasts að þessum samningi, sem unnið er að í mesta kyrrþey. Í stuttu máli er þetta svakalegur samningur, sem gerir ráð fyrir yfirtöku risafyrirtækja á fullveldi ríkja. Svo leynilegur er hann, að ekki má segja frá honum fyrr en fimm árum eftir gildistöku hans. Lesið Kjarnann og sannfærist um, að hér er um hreina og klára geðbilun að ræða. Ráðamenn Evrópu og Bandaríkjanna eru að skipta út lýðræði fyrir auðræði. Ísland er aðili að uppkastinu. Vestrænar þjóðir verða að rísa upp gegn skrímslinu.