Samsæri í hverju horni

Punktar

Jón Steinar Gunnlaugsson er harður nagli, sem lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Í starfssögu sinni lætur hann ýmsa samferðamenn heyra það, sem er hið bezta mál. Raunar er svo komið, að maður spyr sig, hvort einhverjir séu eftir. Það eru þeir fáu, er ekki hafa reynzt honum, Davíð og þjóðinni þungir í skauti. Þetta þrennt virðist vera einn og sami hlutur. Hann sér samsæri í hverju horni. Jafnvel samstarfsmaður hans á lögmannsstofu til fjölda ára fær vænar gusur. Frægt er, að hann telur dómara við Hæstarétt vera hina verstu dólga. Því er ég hjartanlega sammála, samanber ógildingu þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá.