Fínt er að mótmæla fyrir utan Hótel Borg vegna áramótafagnaðar pólitíkusa á vegum Stöðvar 2. Við núverandi aðstæður er óviðkunnanlegt, að pólitíkusar sitji í fagnaðarsetti með skrípahöttum og flautum og freyðivíni. Fáránlegt er, að stjórnarandstaðan taki þátt í slíku með brennuvörgunum. Að hún skuli gera það er gott dæmi um, hversu illa er komið fyrir henni, hversu lítið hún á í andófinu. Vel er til fundið, að óp og háreysti trufli þessa sérkennilegu athöfn áramótanna: Glaðbeitt samsæti hinna samtryggðu eftirlaunamanna.