Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir, að vel gangi að afnema verðtryggingu. Degi síðar segir Bjarni Benediktsson, að ekki sé verið að vinna að afnámi hennar. Ekki er amalegt að hafa svona vel samstillt gáfnaljós við völd að efna loforð sín. Og sízt er amalegt að hafa kjósendur, sem færðu okkur þessa skemmtikrafta. Hófu ferilinn á að lækka ríkistekjur um 100 milljarða á hverju ári með afnámi auðlegðarskatts, lækkun auðlindarentu og lækkun hátekjuskatta. Allt í þágu örfárra gæludýra undir pilsfaldi þeirra. Segja svo ævinlega að ekki sé svigrúm til að greiða almenningi mannsæmandi laun. Framleiddu sjálfir skort á svigrúmi.