Forustufólk stjórnarandstöðuflokkanna á alþingi hefur eftir tvo fundi birt samstöðuyfirlýsingu. Hún snýst um, að þessir fjórir flokkar hafi margvísleg atriði sameiginleg. Að þeir telji vænlegt að reyna samstarf um ríkisstjórn, ef kosningarnar á laugardaginn gefi umboð til þess. Mikilvæg yfirlýsing lýsir eindregnum vilja til að samræma markmið. Og finna lausnir á ýmsum vanda, sem liggur ljós fyrir eftir auðræðisdýrkun kjörtímabilsins. Þýðir væntanlega, að flokkarnir geti náð saman um auðlindarentu, heilbrigðismál, stjórnarskrá og fjárlög. Þú getur stuðlað að þessu með atkvæði þínu á laugardaginn kemur.