Lausleg endursögn á samtali nemanda og prófessors í Vestur-Berlín fyrir hálfri öld.
Stúdent: Hvaða bækur á ég að lesa?
Prófessor: Þú verður að finna út úr því sjálfur.
Stúdent: Hvaða fyrirlestra á ég að sækja?
Prófessor: Þú verður að finna út úr því sjálfur.
Stúdent: Hvaða próf á ég að taka?
Prófessor: Þú þarft próf í tækni skoðanakannana og í statistík. Með þau próf geturðu boðað þig í lokapróf.
Stúdent: Hvenær má ég taka lokapróf?
Prófessor: Ekki fyrr en eftir fjögur ár í fyrsta lagi.
Stúdent: Hvernig er lokaprófið?
Prófessor:Það er ritgerð og hún þarf að vera asskoti góð.
Greinilega var Illugi ekki menntaráðherra þarna. Berlín varð svo stórveldi, en ég tók pungapróf frá súpergaggó við Suðurgötu.