Samtök atvinnulífsins liggja á könnun um afstöðu félagsmanna til aðildar að Evrópusambandinu. Björn Bjarnason ráðherra upplýsti það í gær. Niðurstöður voru óhagstæðar, aðeins 43% vildu aðild og heil 40% voru henni andvígir. Fyrirfram hefði verið talið, að fylgismenn væru yfirgnæfandi í þessu úrtaki. Samtökin hafa nefnilega eindregið hvatt til aðildar. Því er ljóst, hvers vegna þau vildu ekki segja frá niðurstöðunum. En þögnin vekur vantraust á samtökunum. Menn verða að hafa burði til að viðurkenna staðreyndir og fara ekki í felur með þær. Auk þess er ljótt að halda upplýsingum frá almenningi.