Frá Hjaltastað í Útmannasveit á Héraði að Hvannstóði í Borgarfirði eystra.
Algeng reiðleið milli Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar fyrir lagningu bílvegarins um Vatnsskarð. Um skarðið liggja raflína og gróf jeppaslóð.
Förum frá Hjaltastað suður Skógarás í Geitabjargadal. Þaðan austur um Ánastaði og Rauðulæki og yfir Bjarglandsá. Síðan til norðausturs fyrir Beinageitarfjall, um Innri-Sauðahraun og austur í Sandadal. Þaðan austur um Sandaskörð í 620 metra hæð. Áfram austur fyrir sunnan Tindfell, á jeppaslóð niður að Hólalandi og austur að Hvannstóði.
20,3 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Tröllabotnar, Kækjuskörð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort