Frá Grettishæðarvatni á Stórasandi að Sandkúlufelli á Kjalvegi.
Þessi jeppaslóð tók við af Skagfirðingavegi, sem Blöndulón færði í kaf. Urðu hestamenn þá að krækja suður eða norður fyrir lónið. Að austanverðu liggur þessi slóð miklu sunnar en gamli reiðvegurinn.
Förum frá suðurenda Grettishæðarvatns austur eftir jeppaslóð, hæst í 800 metra hæð, síðan sunnan við Svörtuhæð og loks norðan við Sandkúlufell inn á þjóðveg 35 um Kjöl.
20,7 km
Húnavatnssýslur
Jeppafært
Nálægir ferlar: Bláfell.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Skagfirðingavegur, Grímstunguheiði, Öldumóða, Hanzkafell.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort