Sandskarð

Frá Siglufirði um Hólsskarð og Sandskarð til Ólafsfjarðar.

Einnig kallað Botnaleið. Vel fær hestum og vinsæl til útreiða.

Förum frá Siglufirði inn í Fjarðarbotn og síðan suðaustur og upp í Hólsskarð í 620 metra hæð. Þaðan til suðurs þvert yfir efstu drög Ámárdals, vestan við Ámárhyrnu og austan við Grænuvallahnjúk. Til suðausturs þvert yfir drög Héðinsfjarðar upp í Sandskarð í 640 metra hæð. Þaðan austur og niður í Skeggjabrekkudal, fram dalinn og að Ólafsfirði.

22,5 km
Skagafjörður-Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Efrafjall, Dalaleið, Siglufjarðarskarð, Fiskihryggur, Hestskarð eystra, Hólsskarð, Héðinsfjarðará, Drangar, Fossabrekkur, Múlakolla.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort