Sandsskarðsleið

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Sandá í Svarfaðardal um Sandskarð að sæluhúsinu á Lágheiði.

Fallegt skarð en sjaldan farið.

Förum frá Sandá eða Göngustöðum norðvestur Sandárdal sunnan undir Gimbrarhnjúk og vestnorðvestur upp í Sandskarð í 950 metra hæð. Áfram vestnorðvestur og niður í botn Hvarfdals. Síðan norður Hvarfdal á þjóðveg 82 um Lágheiði. Förum með þjóðveginum norðaustur að sæluhúsinu á Lágheiði.

12,7 km
Eyjafjörður

Skálar:
Lágheiði: N65 56.315 W18 50.540.

Nálægar leiðir: Klaufabrekkur, Hvarfdalsskarð, Unadalsjökull, Heljardalsheiði, Kollugilsbrúnir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins