Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri fékk embætti á pólitískum grunni. Hann telur það jafngilda því að vera tekinn í heilagra manna tölu. Hann ætlar að kæra Árna Johnsen alþingismann fyrir gróft orðbragð um sig sem embættismann. Árni skrifaði grein í Moggann, sem var hófstilltari en flest það, sem Árni lætur frá sér fara. Gunnar kastar líka skít í Morgunblaðið, sem birti greinina með fullum rétti. Og einnig í Sjálfstæðisflokkinn. Ég held, að Gunnar sé úti á þekju. Brýnt er að viðhafa gróft orðbragð um meirihluta embættismanna. Um Gunnar Gunnarsson eins og aðra heilaga menn.