Sannar tröllasögur?

Punktar

Hef efasemdir um sögur löggunnar af skipulagi glæpagengja. Séu þær studdar innanríkisráðherra, sannfærist ég um, að þær séu tröllasögur. Gott og vel, ímyndum okkur, að þær séu sannar. Til að taka enga sénsa. En öllum heimildum löggunnar á að fylgja sú klásúla, að þær verði ekki notaðar gegn almenningi. Sagan segir okkur nefnilega heima og erlendis, að allar heimildir eru einkum notaðar gegn aðgerðasinnuðum almenningi, þótt þekkt glæpagengi séu höfð að yfirvarpi. Grunsamlegt er, að slík klásúla skuli ekki fylgja. Tregðan við slíkt veldur grunsemdum um annarleg sjónarmið að baki tröllasagna löggunnar.