Mér finnst í lagi, að forsætisráðherra hafi milljón krónur á mánuði og þingmenn hálfa. Mér finnst í lagi, að forsetinn hafi hálfa aðra á mánuði og launaðir forstjórar bezt reknu fyrirtækjanna fari upp í tvær milljónir á mánuði. Þessi stuðningur er þó háður því, að ellilaun og örorkubætur séu hundrað þúsund á mánuði og lágmarkslaun tvöhundruð þúsund krónur. Tölur umfram þessar upphæðir skera í augu, einkum starfslokasamningar fólks, sem fyrirtækja telja sig þurfa að losna við. Beinlínis er ósiðlegt að forstjóri fái milljón á mánuði til æviloka fyrir fimm mánaða forustuhlutverk.