Sannleiksskýrslan er tilbúin

Punktar

Sannleiksskýrslan margumtala var tilbúin í janúar, eins og ég hef áður sagt ykkur. Hún var komin í umbrot. Þá var hún skyndilega dregin til baka. Tveir af þremur nefndarmönnum boðuðu töf um óvissan tíma og fjölluðu um gráthneigð sína. Við þurfum því að vita ýmislegt. Hver er munurinn á skýrslunni frá í janúar og þeirri skýrslu, sem kannski kemur einhvern tíma? Hvað olli töfum? Af hverju fór nefndin allt í einu að tala um andmælarétt? Hver kippti í hvaða spotta? Við þurfum að fá skýringar á laumuspili sannleiksnefndar, því að laumuspil er andstæða sannleikans. Sannleiksnefndin hefur okkur að fífli.