Sannleikur og sætar skoðanir

Fjölmiðlun

Pólitískur rétttrúnaður fjallar meðal annars um, að fólk eigi bara að viðra sætar skoðanir, en ekki “hatursræðu”. Í Þýzkalandi reynir rétttrúnaður að hindra birtingu sannleikans um hryllingsríkið Ísrael. Í Bandaríkjunum jafngildir landráðum að efast um leiðtogann mikla á stríðstíma. Í Hollandi og á Norðurlöndum bannar rétttrúnaður, að sannleikurinn sé sagður um íslam. Að það er frumstæð eyðimerkurtrú með kvenhatri og ofbeldisdýrkun. Eins og raunar líka Gamla testamentið. Skaðlegur er pólitískur réttrúnaður af þessu tagi. Enginn hefur burði eða vald til að stimpla skoðanir sem “hatursræðu.”