Sannleikur til vandræða

Punktar

Fréttamennska tekur mið af vandræðum sínum. Smátt og smátt hættir hún að miða við meintar þarfir fólks og fer að miða við þrár þess. Á undanhaldi eru grundvallarforsendur fréttamennsku: Staðreyndir, staðfestingar og rannsóknir. Lýðræðið er því í hættu. Smám saman hafa sjónarmið einkalífs orðið sterkari en sjónarmið almannahags. Fólk vill fá að vera í friði fyrir fréttum. Skúrkar vilja ekki láta hnýsast í sín einkamál. Opinberir aðilar reyna að halda skjölum fyrir fjölmiðlum. Dómarar eru farnir að líta á sannar fréttir sem hrein vandræði í samfélaginu.