Kynslóð eftirstríðsáranna fékk ekkert upp í hendurnar, enda voru lífskröfur litlar. Ég fékk ekki námslán og enga námsstyrki. Fékk þó lán upp í 35% af húsverði. Keypti aldrei neitt nema út í hönd. Óráðsíumenn lifa í villu og svima um, að gamla fólkið hafi fengið allt upp í hendurnar. Líklega hafa þeir fallið fyrir áróðri hagsmunasamtaka 400 fermetranna. Ég vann með námi, lifði á kartöflum í Berlín einn vetur. Keypti notaða bíla af bílaleigum. Þá voru engir flatskjáir. Stuðningslið 400 fermetra óráðsíumanna fullyrðir, að hálf-útdauða fólkið hafi haft það svo gott. Skuldir þess hafi brunnið upp.