Sannra Íslendinga er beðið

Punktar

Sannir Finnar eru kennslubókardæmi um, hvernig tækifærissinnaðir pólitíkusar eiga að haga sér á atkvæðaveiðum. Þeir eiga að ráðast á allt, sem útlent er, einkum þó á Evrópusambandið. Eiga að telja flóttamenn vera upphaf og enda flestra vandræða heima fyrir. Eiga að vera andsnúnir aðstoð við erlendar þjóðir í neyð. Þeir eiga að telja útlönd sitja á svikráðum við land og þjóð. Þannig fá menn 19% fylgi í Finnlandi, 14% í Danmörku, 22% í Noregi, 27% í Hollandi, 17% í Frakklandi. Íslendingar eru allra þjóðrembdastir. Flokkur Sannra Íslendinga Davíðs, Styrmis og Sigmundar mundi slá met, fá 30% fylgi.