Ekkert lát er á klippingum & límingum & kranamennsku hefðbundinna fjölmiðla. Ekki séríslenzkt fyrirbæri. Svonefnd Cardiff-rannsókn sýnir, að í Bretlandi er 80% frétta í virðulegum hefðbundnum fjölmiðlum efni frá öðrum aðila. Helzt frá blaðurfulltrúum málsaðila. Sannreynsla hrynur í brezkum fjölmiðlum, bull fer beint í gegn. Engin vörn sést í stöðunni, önnur en sú, sem fæst í óháðum vefmiðlum, bloggi og fésbók. Svo og samtökum og stofnunum slíkra aðila. Til að sannreyna gang mála þarf að fylgjast með því, sem þar er sagt. Þar sást, að ýmsar fréttir voru bara bull, svo sem fræg gereyðingarvopn Saddam Hussein.