Tvær fréttir fljúga með himinskautum í netheimum fyrstu daga ársins. Önnur er, að ríkið greiði ekki bara vexti af herkostnaði sínum við nýja banka. Sé líka að greiða vexti af óreiðu gömlu bankanna. Vexti af 8000 milljörðum en ekki bara af 1000 milljörðum. Hin fréttin er, að vogunarsjóðir hafi keypt skuldabréf bankanna fyrir slikk, en bankarnir séu samt enn að innheimta af þeim upp í topp. Eigi ekki bréfin og geti ekki einu sinni sýnt þau. Hefðum við fjölmiðla, sem nenna að sannreyna, vissum við sannleikann. En þeir hafa gefizt upp á lífinu, svo sögurnar fljúga villt í ábyrgðarlitlum netheimum.