Kyndugt er, að Samtök um nýja stjórnarskrá, SANS, vilja sjálf ekki fylgja þeirri stjórnarskrá. Samtökin neita að gefa upp, hvernig barátta þeirra er fjármögnuð. “Telst ekki til siðs að upplýsa þannig,” sagði Þórir Baldursson tónlistarmaður og gjaldkeri samtakanna. Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Í nýju stjórnarskránni er ákvæði um að opna leynilegar upplýsingar um pólitíska fjárstrauma. Samtök um nýja stjórnarskrá hafa samt tekið forustu í að halda slíkum upplýsingum leyndum. Ég lét segja mér þetta tvisvar. Ekki er von á góðu, þegar réttlátir haga sér svona. Hvernig eru þá ranglætið á Íslandi?