Sár fátækt magnast ört

Punktar

Rauði krossinn hefur látið gera rækilega rannsókn á íslenzkri fátækt. Í ljós kom, að 7-10% þjóðarinnar „búa við erfið kjör eða fátækt“. Þetta eru kannski um það bil 30.000 manns. Rosalega há tala, sem hækkar ört með aukinni stéttaskiptingu. Láglaunafólk, öryrkjar og gamalmenni hafa alveg gleymst og húsnæðiserfiðleikum ungs fólks hefur ekki verið sinnt. Þúsundir barna lifa við varanlega fátækt. Ég endurtek: Þúsundir barna lifa við varanlega fátækt. Nú hefur þjóðin kosið óðan flokk stéttaskiptingar til forustu, ásamt með nýjum flokki, sem segir, að skattar séu „ofbeldi“. Við eigum því ekki von á góðu vegna firringar meirihluta kjósenda.