Sárafátækur fjöldi

Punktar

Sexþúsundogtvöhundruð Íslendingar búa við sára fátækt, samkvæmt upplýsingum frá Velferðarvakt velferðarráðherra. 6200 manns. Ekki við fátækt, heldur við SÁRA fátækt. Þetta stríðir eindregið gegn réttlætisvitund mikils meirihluta fólks. Ég veit að vísu, að tugþúsundum siðblindra kjósenda Sjálfstæðisflokksins finnst þetta í lagi. Öðrum ber skylda til að lemja í borðið. Velferðarráðherra getur hætt að skipa nefndir út og suður, farið að gera eitthvað. Til dæmis getur hún sannfært ríkisstjórnina um að endurreisa auðlindarentu og auðlegðarskatt. Brot af þeim gróða getur hún notað til að hækka barnabætur um fjóra milljarða króna.