Í nýju stjórnarsamstarfi eftir næstu kosningar verður ekki meirihlutasátt um ýmis atriði, sem eru sumum hugfólgin. Til dæmis verður engin sátt um Evrópu, fyrr en skoðanakannanir sýna mikinn stuðning. Ekki verður sátt um afnám kvóta og frjálsar veiðar, þótt sumir vilji setja slíkt á oddinn. Fremur má búast við sátt um nýju stjórnarskrána, uppboð á kvóta og öllum fiski, verndun velferðar, auðlindarentu og auðlegðarskatt, hækkun lágmarkslauna, opnun upplýsinga um stjórnsýslu, stjórnmál og fjármál. Fyrir kosningar verða kjósendur að gera sér fulla grein fyrir, hvaða frambjóðendum má treysta til að fylgja slíku eftir.