Sáttin rofin

Punktar

Þegar ég var ungur, var meiri sátt í samfélaginu. Öll Evrópa tók upp velferð, sem meginmarkmið. Flokkar unnu saman frá vinstri til hægri. Ólafur Thors hóf samstarf við Sósíalistaflokkinn og Ísland færðist inn á norræna velferðarlínu. Bjarni Ben eldri var að vísu tuddi, en hélt góðu sambandi við verkalýðshreyfinguna. Flokkur Ólafs og Bjarna sagði: Stétt með stétt. Fór að breytast með Davíð í átt til flokks allra ríkustu gegn almenningi. Eftir hrun var sáttin rofin og jaðrarnir styrktust á kostnað miðjunnar. Nú er svo komið, að Katrín er gluggaskraut hjá óargastjórn Bjarna yngri. Baráttan er harðari, enda oft um líf og dauða fátæklinga að tefla.