Sáttmáli þjóðar

Punktar

Stjórnarskráin góða, sem samin var í opnu ferli þjóðarinnar, lenti í hakkavél lagatækna. Með aðstoð þeirra tókst Sjálfstæðis, Framsókn og nokkrum þingmönnum annarra flokka að stöðva framgang hennar. Var þó orðin heimsfræg sem merkasta nýjung við gerð stjórnarskrár. Sumpart minnti hún á bandarísku stjórnarskrána. Hún er sáttmáli þjóðar við sjálfa sig um, hvernig hún vilji skipa málum sínum. Hún leggur línur, skilur hugtök á borð við þjóðareign, sem lagatæknar þykjast ekki skilja. Enda mega lagatæknar aldrei kom að gerð stjórnarskrár. En mega smíða lög innan ramma stjórnarskrár. Við munum knýja þessa stjórnarskrá í gegn.