Sáttmáli þjóðar – ekki greifa

Punktar

Forseti Íslands og hefðbundnu flokkarnir rótast í að reyna að hindra framkvæmd sáttamála þjóðarinnar við sjálfa sig. Einkum reyna þeir að hindra eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Til þess að grafa undan stjórnarskrá fólksins skipuðu þeir nefnd, sem vinnur í kyrrþey að annarri stjórnarskrá í sátt við greifana. Ferli þess máls er svívirðilegt. Stjórnarskrá fólksins er til, þótt pólitískir bófar hafi kastað henni útbyrðis. Hún er sáttmáli þjóðar við sjálfa sig, ekki sáttmáli við kvótagreifa, bófa þeirra eða forsetann. Enginn er færari um að semja sáttmála þjóðar við sjálfa sig en þjóðin sjálf. Og hún gerði það.