Sauðbrekkugjá

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Straumsvík um Sauðbrekkugjá á slóð til Lækjarvalla.

Föst búseta var í Straumsseli á síðari hluta 19. aldar í ein 40 ár með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði.

Förum frá Straumsvík suður yfir þjóðveg 41 og suðsuðaustur eftir Straumsselstíg um Selhraun að Straumsseli. Síðan um Sauðbrekkugjá og til suðvesturs fyrir austan Mávahlíðar og Fíflavallafjall að Lækjarvöllum og slóð til Vigdísarvalla.

14,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Skálar:
Lækjarvellir: N63 55.407 W22 05.082.

Nálægir ferlar: Vigdísarvellir.
Nálægar leiðir: Vatnsleysufjöll, Snókafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort